Thursday, November 15, 2012
Wednesday, November 14, 2012
Recycle
Þar sem ég er byrjuð í fæðingarorlofi hef ég átt meiri tíma heima en vanalega og hef verið að dunda mér við ýmislegt mér til skemtunar, meðal annars að gera kerta luktir úr gömlum krukkum. Ég fann alskonar myndir af sniðugu sem maður getur gert við krukkur og aðrar umbúðir sem annars lenda í ruslinu!
Vafið garn utan um gamlar glerflöskur - smart!
Hægt að búa til sætar luktir úr stál dósum!
Matarblogg
Langaði að deila með ykkur skemmtilegum matar/bökunar bloggum. Dásamlega gaman að fá innblástur og prufa sig áfram með nýjar uppskriftir. Ég baka og elda alltaf með hollustu í fyrsta sæti og reyni að hafa besta hráefnið að hverju sinni, það er ekkert mál að breyta hefðbundnum uppskriftum og gera þær hollari!
Monday, November 12, 2012
Choco smoothie.
Uppáhaldið mitt þessa dagana,
ég er ekkert föst á hlutföllunum þetta er meira bara svona slumpað hjá mér.
2-3 matskeiðar - Vanillu skyr
1 matskeið - Lífrænt hreint kakó
1 teskeið - Kanill
1-2 stk - Frosnir bananar
1 bolli - Möndlumjólk eða lífræn mjólk
Allt í blenderinn og njóta. Ég set líka stundum
chia fræ út á og hræri :)
Tuesday, November 6, 2012
Saturday, November 3, 2012
Waiting
Ég á von á litlum strák og ég er ótrúlega spennt og líka smá stressuð í bland.. í dag eru 2 vikur + 4 dagar í settan dag, sem er 14. nóvember. Vonandi lætur hann mig ekki bíða mikið lengur en það! Allt er orðið klárt fyrir komu hans .. og erum við "hjónin" mjög spennt!
Subscribe to:
Posts (Atom)