AG
Thursday, March 7, 2013
Góður grænn
Til að lyfta mér upp í þessu þunga vetraveðri
henti ég í einn grænan drykk!
Henti bara alskonar sem ég átti í hann
Það var spínat, 1 vel þroskaður banani,
tropical mix (frosnir ávextir), skvetta af kókosvatni & ávaxtasafi
blandaði þessu svo öllu saman með töfrasprotanum góða!
Monday, February 11, 2013
My boy
Litla gullið mitt mætti á svæðið 22. nóvember 2012
& þann dag breyttist líf mitt að eilífu. Fyrir mitt leiti
þá gefur þetta lífinu sinn besta tilgang, að geta skapað þetta litla líf
með þeim sem maður elskar. Hann er yndislegur, vær og góður og
bara það fallegsta sem ég veit! Hann var skírður um helgina
nú alveg að verða 3 mánaða gamall, hann fékk nafnið Sölvi Hrafn.
Maður verður líka hrikalega væmin þegar maður verður mamma
en það er líka bara krúttað
Thursday, November 15, 2012
Wednesday, November 14, 2012
Recycle
Þar sem ég er byrjuð í fæðingarorlofi hef ég átt meiri tíma heima en vanalega og hef verið að dunda mér við ýmislegt mér til skemtunar, meðal annars að gera kerta luktir úr gömlum krukkum. Ég fann alskonar myndir af sniðugu sem maður getur gert við krukkur og aðrar umbúðir sem annars lenda í ruslinu!
Vafið garn utan um gamlar glerflöskur - smart!
Hægt að búa til sætar luktir úr stál dósum!
Matarblogg
Langaði að deila með ykkur skemmtilegum matar/bökunar bloggum. Dásamlega gaman að fá innblástur og prufa sig áfram með nýjar uppskriftir. Ég baka og elda alltaf með hollustu í fyrsta sæti og reyni að hafa besta hráefnið að hverju sinni, það er ekkert mál að breyta hefðbundnum uppskriftum og gera þær hollari!
Monday, November 12, 2012
Choco smoothie.
Uppáhaldið mitt þessa dagana,
ég er ekkert föst á hlutföllunum þetta er meira bara svona slumpað hjá mér.
2-3 matskeiðar - Vanillu skyr
1 matskeið - Lífrænt hreint kakó
1 teskeið - Kanill
1-2 stk - Frosnir bananar
1 bolli - Möndlumjólk eða lífræn mjólk
Allt í blenderinn og njóta. Ég set líka stundum
chia fræ út á og hræri :)
Subscribe to:
Posts (Atom)